Vilja fleiri krakka í íshokkí – frábær íþrótt sem eflir hreysti og sjálfstraust Íshokkísamband Íslands 1. október 2020 13:44 Emil Alengård yfirþjálfari íshokkídeildar Fjölnis og Andri Freyr Magnússon, þjálfari yngri flokka, vilja byggja íshokkí upp sem öfluga íþrótt á Íslandi. Íshokkídeild Fjölnis „Krakkar læra best að skauta með því að leika sér, þannig öðlast þau færnina á ísnum „óvart“ meðan þau eru að hugsa um annað og hafa gaman. Svo er bætt við tæknina eftir því sem þau eldast en þessi kennsluaðferð kallast Learn to play. Í Skautaskólanum hjá Fjölni eru krakkar frá þriggja og hálfs árs til tólf ára en það er aldrei of seint að byrja. Við erum líka með Skautaskóla fyrir fullorðna,“ Segir Andri Freyr Magnússon, þjálfari yngri flokka hjá íshokkídeild Fjölnis og umsjónarmaður Skautaskólans. Andri segir íshokkí frábært sport fyrir allan aldur. Krakkarnir tilheyri liðsheild og læri að vinna saman í hóp. Íshokkí hjálpi einnig til við líkamlegan þroska, styrki fætur, mjaðmir og kvið og skapi góðan grunn til að byggja á til framtíðar. „Eins verða þau eldsnögg að skynja aðstæður en viðbragðstími íshokkífólks er gjarnan meiri en annarra enda þjálfast þau í að bregðast hratt við aðstæðum í hraðanum á ísnum,“ bætir hann við. Aðaláherslan sé þó á skemmtun í yngstu flokkunum. Hægt er að æfa íshokkí hjá þremur félögum á landinu, Fjölni í Egilshöll, Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardal og hjá Skautafélagi Akureyrar. Starfið er komið á fullt eftir sumarið og hvetur Andri foreldra og krakka til að skoða málið. Senda megi fyrirspurnir á hokki@fjolnir.is „Við getum tekið inn í Skautaskólann hvenær sem er, krakkarnir eru fljót að plumma sig á ísnum. Yfirleitt eru þau farin að labba á skautunum eftir 45 mínútur og eftir tvo til þrjá tíma hafa þau flest náð upp hraða og eru orðin vel skautandi á tveimur til þremur vikum! Þá vinnum við markvisst að því að auka þátttöku stúlkna í íshokkí og erum til dæmis með kynjaskipta æfingu einu sinni í viku.“ Íshokkímótin treysta vináttubönd Í yngstu flokkunum eru haldin fjögur íshokkímót á ári þar sem krakkar úr öllum þremur félögunum fá tækifæri til að kynnast, spila íshokkí og skemmta sér saman. Stigin eru ekki talin á þessum mótum heldur er áherslan öll á félagsskapinn og að hafa gaman saman. Sjálfur steig Andri fyrst á skauta fjögurra ára hjá Skautafélagi Akureyrar og hefur landað nokkrum íslandsmeistaratitlum í íshokkí með félaginu gegnum árin. Hann segir stemminguna á íshokkímótum frábæra. „Mér finnst sjálfum svo gaman og endurupplifi allt gegnum krakkana, Krakkarnir fá alveg nýja sýn á íþróttina á mótum en fyrst og fremst þéttir það liðsheildina að fara saman í rútu, spila leiki, gista og halda kvöldvöku,“ segir Andri. Öryggið ávallt fyrirrúmi Emil Alengård, fyrrum landsliðsmaður Íslands í íshokkí er yfirþjálfari íshokkídeildar Fjölnis. Hann segir spennandi uppbyggingu á íþróttinni framundan og vill fá sem flesta inn í sportið. „Við lítum svo á að við séum að ala upp gott fólk með áherslu á liðsanda og að allir vinni saman á ísnum. Við viljum vera fyrirmynd. Andri heldur frábærlega utan um barnastarfið og foreldrarnir hjálpa mikið til. Við erum lítill klúbbur og þátttaka foreldra skiptir miklu máli. Framundan er mjög spennandi uppbyggingarstarf á íshokkí á Íslandi,“ segir Emil en meðal annars þurfi að auka sýnileika íþróttarinnar. „Íshokkísamfélagið þarf að vera sýnilegra svo fólk þekki íþróttina. Fyrir tíu árum voru um 800 manns að spila íshokkí á Íslandi en nú eru það í kringum 500. Við þurfum að fá fleiri inn í íshokkíið, halda vel utan um leikmenn og byggja upp. Hjá Fjölni leggjum við mikla áherslu á barnastarfið því grunnurinn er mikilvægur,“ segir Emil. Starfið hjá Fjölni byggir á fjórum gildum, virðingu, metnaði, heilbrigði og samkennd. Hann segir íshokkí gjarnan stimplaða sem harkalega íþrótt en ítrekar að snertingar eru með öllu bannaðar í yngri flokkunum. Þá hafi leikreglurnar breyst og þróast gegnum árin. „Nú snýst þetta um að fara varlega, að læra ákveðna tækni svo þú meiðir þig ekki og reglunum hefur verið breytt til að koma í veg fyrir slys og sérstaklega með tilliti til heilahristings,“ segir Emil. Skemmtilegasta íþrótt í heimi! Heiðrún Lúðvíksdóttir, formaður íshokkídeildar Fjölnis tekur í sama streng. Íshokkí eigi ekkert skylt við harkalegheit eins og margir virðast halda heldur sé skemmtileg og krefjandi íþrótt. „Íshokkí er skemmtilegasta íþrótt í heimi! Það er ótrúlega gaman að fylgjast með íshokkíleik en þetta er mun tæknilegri íþrótt en margir gera sér grein fyrir. Leikurinn er mjög hraður og spennandi og krakkarnir þurfa að tileinka sér mikla færni til að geta leikið af alvöru. Það er mikill misskilningur að leikmenn séu stöðugt í slagsmálum á ísnum. Mér finnst íshokkí ekki hafa fengið verðskuldaða athygli og það mætti fjalla meira um þessa íþrótt til dæmis í fjölmiðlum. Við streymum frá leikjum í meistaraflokki og U18 inni á vef Íshokkísambands Íslands,ihi.is, en það er líka svo mikil stemming í stúkunni að við hvetjum alla til að koma og horfa á leik til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Heiðrún. „Við viljum einnig auka veg kvenna í íshokkí því það er einnig algengur misskilningur að stelpur þurfi að vera stórar og sterkar til að geta stundað þetta sport en þetta hentar öllum. Nú eru fyrstu mótin í yngstu flokkunum að byrja og við hvetjum alla krakka til þess að koma til okkar og prófa,“ segir Heiðrún. Nánar má kynna sér „svölustu íþróttina“ á vefsíðunni ishokki.is Íþróttir Heilsa Krakkar Íshokkí Íþróttir barna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira
„Krakkar læra best að skauta með því að leika sér, þannig öðlast þau færnina á ísnum „óvart“ meðan þau eru að hugsa um annað og hafa gaman. Svo er bætt við tæknina eftir því sem þau eldast en þessi kennsluaðferð kallast Learn to play. Í Skautaskólanum hjá Fjölni eru krakkar frá þriggja og hálfs árs til tólf ára en það er aldrei of seint að byrja. Við erum líka með Skautaskóla fyrir fullorðna,“ Segir Andri Freyr Magnússon, þjálfari yngri flokka hjá íshokkídeild Fjölnis og umsjónarmaður Skautaskólans. Andri segir íshokkí frábært sport fyrir allan aldur. Krakkarnir tilheyri liðsheild og læri að vinna saman í hóp. Íshokkí hjálpi einnig til við líkamlegan þroska, styrki fætur, mjaðmir og kvið og skapi góðan grunn til að byggja á til framtíðar. „Eins verða þau eldsnögg að skynja aðstæður en viðbragðstími íshokkífólks er gjarnan meiri en annarra enda þjálfast þau í að bregðast hratt við aðstæðum í hraðanum á ísnum,“ bætir hann við. Aðaláherslan sé þó á skemmtun í yngstu flokkunum. Hægt er að æfa íshokkí hjá þremur félögum á landinu, Fjölni í Egilshöll, Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardal og hjá Skautafélagi Akureyrar. Starfið er komið á fullt eftir sumarið og hvetur Andri foreldra og krakka til að skoða málið. Senda megi fyrirspurnir á hokki@fjolnir.is „Við getum tekið inn í Skautaskólann hvenær sem er, krakkarnir eru fljót að plumma sig á ísnum. Yfirleitt eru þau farin að labba á skautunum eftir 45 mínútur og eftir tvo til þrjá tíma hafa þau flest náð upp hraða og eru orðin vel skautandi á tveimur til þremur vikum! Þá vinnum við markvisst að því að auka þátttöku stúlkna í íshokkí og erum til dæmis með kynjaskipta æfingu einu sinni í viku.“ Íshokkímótin treysta vináttubönd Í yngstu flokkunum eru haldin fjögur íshokkímót á ári þar sem krakkar úr öllum þremur félögunum fá tækifæri til að kynnast, spila íshokkí og skemmta sér saman. Stigin eru ekki talin á þessum mótum heldur er áherslan öll á félagsskapinn og að hafa gaman saman. Sjálfur steig Andri fyrst á skauta fjögurra ára hjá Skautafélagi Akureyrar og hefur landað nokkrum íslandsmeistaratitlum í íshokkí með félaginu gegnum árin. Hann segir stemminguna á íshokkímótum frábæra. „Mér finnst sjálfum svo gaman og endurupplifi allt gegnum krakkana, Krakkarnir fá alveg nýja sýn á íþróttina á mótum en fyrst og fremst þéttir það liðsheildina að fara saman í rútu, spila leiki, gista og halda kvöldvöku,“ segir Andri. Öryggið ávallt fyrirrúmi Emil Alengård, fyrrum landsliðsmaður Íslands í íshokkí er yfirþjálfari íshokkídeildar Fjölnis. Hann segir spennandi uppbyggingu á íþróttinni framundan og vill fá sem flesta inn í sportið. „Við lítum svo á að við séum að ala upp gott fólk með áherslu á liðsanda og að allir vinni saman á ísnum. Við viljum vera fyrirmynd. Andri heldur frábærlega utan um barnastarfið og foreldrarnir hjálpa mikið til. Við erum lítill klúbbur og þátttaka foreldra skiptir miklu máli. Framundan er mjög spennandi uppbyggingarstarf á íshokkí á Íslandi,“ segir Emil en meðal annars þurfi að auka sýnileika íþróttarinnar. „Íshokkísamfélagið þarf að vera sýnilegra svo fólk þekki íþróttina. Fyrir tíu árum voru um 800 manns að spila íshokkí á Íslandi en nú eru það í kringum 500. Við þurfum að fá fleiri inn í íshokkíið, halda vel utan um leikmenn og byggja upp. Hjá Fjölni leggjum við mikla áherslu á barnastarfið því grunnurinn er mikilvægur,“ segir Emil. Starfið hjá Fjölni byggir á fjórum gildum, virðingu, metnaði, heilbrigði og samkennd. Hann segir íshokkí gjarnan stimplaða sem harkalega íþrótt en ítrekar að snertingar eru með öllu bannaðar í yngri flokkunum. Þá hafi leikreglurnar breyst og þróast gegnum árin. „Nú snýst þetta um að fara varlega, að læra ákveðna tækni svo þú meiðir þig ekki og reglunum hefur verið breytt til að koma í veg fyrir slys og sérstaklega með tilliti til heilahristings,“ segir Emil. Skemmtilegasta íþrótt í heimi! Heiðrún Lúðvíksdóttir, formaður íshokkídeildar Fjölnis tekur í sama streng. Íshokkí eigi ekkert skylt við harkalegheit eins og margir virðast halda heldur sé skemmtileg og krefjandi íþrótt. „Íshokkí er skemmtilegasta íþrótt í heimi! Það er ótrúlega gaman að fylgjast með íshokkíleik en þetta er mun tæknilegri íþrótt en margir gera sér grein fyrir. Leikurinn er mjög hraður og spennandi og krakkarnir þurfa að tileinka sér mikla færni til að geta leikið af alvöru. Það er mikill misskilningur að leikmenn séu stöðugt í slagsmálum á ísnum. Mér finnst íshokkí ekki hafa fengið verðskuldaða athygli og það mætti fjalla meira um þessa íþrótt til dæmis í fjölmiðlum. Við streymum frá leikjum í meistaraflokki og U18 inni á vef Íshokkísambands Íslands,ihi.is, en það er líka svo mikil stemming í stúkunni að við hvetjum alla til að koma og horfa á leik til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Heiðrún. „Við viljum einnig auka veg kvenna í íshokkí því það er einnig algengur misskilningur að stelpur þurfi að vera stórar og sterkar til að geta stundað þetta sport en þetta hentar öllum. Nú eru fyrstu mótin í yngstu flokkunum að byrja og við hvetjum alla krakka til þess að koma til okkar og prófa,“ segir Heiðrún. Nánar má kynna sér „svölustu íþróttina“ á vefsíðunni ishokki.is
Íþróttir Heilsa Krakkar Íshokkí Íþróttir barna Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira