Minnkandi fylgi VG dregur stjórnarflokkana niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 07:08 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist með minna en tíu prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttblaðsins. Vísir/Vilhelm Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira