Önnur hrunhelgin í röð hjá Fálkunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 15:31 Það hefur enginn leikstjórnandi gefið fleiri snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum en Russell Wilson sem leiddi Seattle Seahawks til sigurs á Dallas Cowboys í gær. AP/John Froschauer) Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira