Önnur hrunhelgin í röð hjá Fálkunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 15:31 Það hefur enginn leikstjórnandi gefið fleiri snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum en Russell Wilson sem leiddi Seattle Seahawks til sigurs á Dallas Cowboys í gær. AP/John Froschauer) Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira