Ánægðir með Vilhjálm dómara: „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 11:31 Valgeir Lunddal fékk tvö gul spjöld og rautt á tveggja mínútna kafla. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn