„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 08:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Sjá meira
Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Sjá meira