Persónuvernd skoðar samskipti landlæknis og sóttvarnalæknis við ÍE Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 22:11 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að ein kvörtun hafi borist vegna meðhöndlunar persónuupplýsinga í tengslum við skimun á Covid-19. Vísir/Egill Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira