Fimmtíu ferðir á fellið fyrir fimmtugsafmælið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 21:10 „50 ár, 50 ferðir" stendur á köku Guðmundar, sem fagnar fimmtugsafmæli 1. október. Mynd/Guðmundur H. Jónsson Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells. Fjallamennska Tímamót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells.
Fjallamennska Tímamót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira