Fimmtíu ferðir á fellið fyrir fimmtugsafmælið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 21:10 „50 ár, 50 ferðir" stendur á köku Guðmundar, sem fagnar fimmtugsafmæli 1. október. Mynd/Guðmundur H. Jónsson Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells. Fjallamennska Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells.
Fjallamennska Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira