Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2020 20:14 Drífa Snædal forseti ASÍ segist ekki tilbúin til að taka þátt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins komi þau ekki til móts við ASÍ. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira