AC Milan heimsótti Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og héldu uppteknum hætti frá því í fyrstu umferð þó Zlatan Ibrahimovic hafi ekki notið við en hann er með kórónuveiruna og sat því heima í dag.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu AC Milan vítaspyrnu. Á vítapunktinn steig Franck Kessie og hann skoraði örugglega.
Strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Brahim Diaz forystuna en hann gekk í raðir AC Milan frá Real Madrid í sumar.
Lokatölur 0-2 fyrir AC Milan sem eru sömu úrslit og þeir náðu í fyrstu umferð.