Afkomutengt veiðileyfagjald er vond hugmynd – Þrjár ástæður Kjartan Jónsson skrifar 27. september 2020 17:30 Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun