Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2020 10:00 Þorsteinn og Ragnar Þór sjá hlutina ekki alveg sömu augum þegar kemur að kjaramálum á vinnumarkaði. Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sprengisandur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum.
Sprengisandur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira