Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 13:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun fara yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á flokksráðsþingi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt. Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira
Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt.
Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira