Greiða atkvæði um frjálsa för innan Evrópu í Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:45 Plaköt til stuðnings tillögunni um að Sviss hætti frjálsri för fólks innan ESB. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um þá tillögu og fleiri á morgun. AP/Peter Schneider/Keystone Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar. Sviss Evrópusambandið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Sviss Evrópusambandið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira