Innlent

Íbúar kynni sér varnir eftir skjálfta­hrinu við Gríms­ey í nótt

Kjartan Kjartansson skrifar
Kort Veðurstofunnar sem sýnir skjálftahrinuna utan við Grímsey í nótt. Grænu stjörnurnar tákna skjálfta sem voru yfir þrír að stærð.
Kort Veðurstofunnar sem sýnir skjálftahrinuna utan við Grímsey í nótt. Grænu stjörnurnar tákna skjálfta sem voru yfir þrír að stærð. Veðurstofa Íslands

Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Veðurstofan bendir fólki á þekktum jarðskjálftasvæðum á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

Jarðskjálftavirknin hófust um tólf kílómetra norðaustur af Grímsey um hádegi í gær með skjálfta af stærðinni 3,7 og minni eftirskjálftum. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt hafi virknin aukist á ný. Þá varð skjálfti af stærðinni 4,3 og eftirskjálfti skömmu síður af stærðinni 3,4.

Rétt upp úr klukkan hálf fjögur hafi svo orðið tveir skjálftar með skömmu milli bili upp á 4,2 og 4,3. Þeim fylgdi eftirskjálfti sem var 3,5 að stærð. Íbúar víða á Norðurlandi tilkynntu Veðurstofunni um að þeir hefðu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Fjöldi eftirskjálfta var sagður enn mælast á svæðinu þegar tilkynning veðurstofunnar var send út á fimmta tímanum í morgun.

Jarðskjálfti upp á 5,2 að stærð mældist í öflugri skjálftahreinu sem varð á sömu slóðum í febrúar árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×