Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 21:10 Guðjón Óskarsson segist stefna á að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa 1. júlí 2021. Skjáskot/Facebook Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“ Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“
Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44