„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2020 16:02 Þórhildur Sunna er ómyrk í máli um orð Bjarna: Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur. visir/vilhelm Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa. Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa.
Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?