Smituðum fjölgar á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 09:47 Landspítalinn Fossvogi. Einangrun og sóttkví starfsmanna í skurðlækningaþjónustu hefur mikil áhrif á spítalann. Vísir/Vilhelm Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49
33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05