Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Barnavernd Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Barnavernd Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira