Tottenham er komið í umspil um laust sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á norð-makedónska liðinu KF Shkendija.
Erik Lamela skoraði fyrsta markið strax á fimmtu mínútu og flestir héldu þá að Lundúnarliðið myndi ganga á lagið.
Það varð hins vegar ekki raunin og staðan var 0-1 í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu metin svo á tíundu mínútu síðari hálfleiks með marki Valmir Nafiu.
Hinn sjóðandi heiti Heung-Min Son kom Tottenham hins vegar í 2-1 á 70. mínútu.
Harry Kane tryggði svo sætið í riðlakeppninni ellefu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Jose Mourinho og lærisveinar því skrefi nær Evrópudeildinni í vetur en þeir mæta Maccabi Haifa í næstu viku.
Harry Kane has scored his 32nd goal in all European competitions (level with Alan Shearer). Steven Gerrard (41) & Wayne Rooney (40) are the only English players to have scored more European goals pic.twitter.com/SrxxiG8ROI
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 24, 2020