„Enn að reyna að átta mig á því að þetta sé raunverulegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 10:01 Tindastóll fagnar einu 43 marka sinna í Lengjudeildinni í sumar. Fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir er lengst til hægri á myndinni. vísir/sigurbjörn árni óskarsson Hún var ekki lítið ánægð, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið í gær. Og ekki að ástæðulausu enda tryggði Tindastóll sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna með 0-4 sigri á Völsungi á Húsavík á miðvikudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Sauðárkrókur eignast lið í efstu deild í fótbolta. „Tilfinningin var ólýsanleg enda stóru markmiði loksins náð. Maður er enn að reyna ná sér niður á jörðina og trúir þessu varla,“ sagði Bryndís. Súrt í fyrra en stefndu strax upp Hún segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að komast upp í Pepsi Max-deildina í sumar. Í fyrra var Tindastóll, sem þá var nýliði í Inkasso-deildinni, aðeins tveimur stigum frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina. Í sumar kom svo aldrei neitt annað til greina en að klára dæmið. „Strax eftir tímabilið í fyrra ræddum við um að við ætluðum okkur meira sem hópur. Þetta var frekar súrt í fyrra. En það er virkilega gaman að vera í þessari stöðu núna, að vera búnar að tryggja þetta,“ sagði Bryndís. Tindastóll er með sjö stiga forskot á Keflavík á toppi Lengjudeildarinnar. Stólarnir hafa unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. „Við vitum alveg hvað við höfum í kjarnanum og ætluðum okkur meira en í fyrra. Hópurinn er mjög samstíga og við erum búnar að standa okkur ótrúlega vel finnst mér,“ sagði Bryndís. Amber Michel hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Á síðasta tímabili var oft mikið fjör og mikið skorað í leikjum Tindastóls eins og markatalan 48-34 gaf til kynna. Varnarleikur Stólanna hefur verið miklu sterkari í ár en í fyrra og þeir aðeins fengið á sig fimm mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni. Höfum varist mjög vel „Við bættum okkar mikið í varnarleiknum og það var rosalega stórt markmið að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Það markmið náðist. Maður setur sér alltaf lítil markmið inni í stóra markmiðinu. Við höfum varist mjög vel sem lið,“ sagði Bryndís en Tindastóll hefur haldið hreinu í síðustu sex leikjum sínum sem allir hafa unnist. Í leikmannahópi Tindastóls eru margar heimastelpur, nokkrir leikmenn frá Akureyri og þrír erlendir leikmenn, Amber Michel, Jacqueline Altschuld og markadrottningin Murielle Tiernan sem er á sínu þriðja tímabili hjá Tindastóli. Mögnuð Murielle Tiernan, sem er 26 ára bandarískur framherji, byrjaði að spila með Tindastóli í 2. deildinni 2018. Hún skoraði þá 24 mörk í fjórtán deildarleikjum og var markahæst í deildinni. Hún skoraði einnig 24 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra og var markadrottning hennar. Og í sumar er Tiernan búin að skora 22 mörk í fimmtán leikjum og hefur skorað helmingi fleiri mörk en næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Alls hefur Tiernan skorað 70 mörk í 46 deildarleikjum á Íslandi. „Hún er rosalega góð og lykilmaður í okkar liði. Þetta er algjör markamaskína og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig góða. Hún er eiginlega óstöðvandi,“ sagði Bryndís sem hefur ekki trú á neinu öðru en að Tiernan láti til sín taka í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Murielle Tiernan er langmarkahæst í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson „Já, eins og hún gerði þegar við fórum úr 2. deildinni var fólk að spá í hvernig hún yrði í 1. deildinni. Hún sannaði sig strax þar og ég held hún geri nákvæmlega það sama í Pepsi Max-deildinni.“ Tindastólshjartað er stórt Bryndís hefur leikið með Tindastóli allan sinn feril. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2011, þá á sextánda aldursári. Bryndís segir að það hafi í raun aldrei komið til greina að fara frá Tindastóli, jafnvel þótt misvel hafi gengið hjá liðinu. „Mér hafa ekki boðist mörg tækifæri til þess. En Tindastólshjartað er frekar stórt í mér og með þetta markmið í huga í haust var aldrei neitt annað í stöðunni en að klára það,“ sagði Bryndís sem hefur lengi stefnt að því að spila með Tindastóli í efstu deild. „Það eru mörg ár síðan ég setti mér þetta markmið. Þetta er draumur sem er að rætast og ég er enn að átta mig á þessu,“ bætti Bryndís við. Tindastóll hefur unnið sex leiki í röð án þess að fá á sig mark.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Sauðárkrókur hefur í gegnum tíðina verið þekktari sem körfuboltabær en fótboltabær. Bryndís segir þó að stuðningurinn við fótboltann á Króknum sé góður. „Mér finnst samfélagið styðja virkilega vel við bakið á okkur. Ég held að fólk sé virkilega ánægt með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og erum rosalega þakklátar fyrir hann. Það eru margir sem koma á völlinn sama hvernig veðrið er,“ sagði Bryndís. Sögulegt afrek Hún kveðst mjög stolt af því að hafa komið Tindastóli almennilega á íslenska fótboltakortið. „Þetta er sögulegt afrek sem við höfum náð og maður er enn að reyna að átta sig á því að þetta sé raunverulegt. Eins og fyrir mig. Það eru örugglega þrjú ár síðan ég ræddi um að komast upp í Pepsi Max-deildina,“ sagði Bryndís en uppgangur Tindastóls undanfarin ár hefur verið hraður. Eftir að hafa endað í 10. og neðsta sæti 1. deildar 2017 vann Tindastóll 2. deildina ári seinna. Í fyrra var liðið svo hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina, eins og áður sagði, en náði stóra markmiðinu í ár. Sumarið 2021 keppir Tindastóll því við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni. Stólarnir ætla sér að vinna Lengjudeildina.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Stólarnir hlakka til að spila í efstu deild en stefna fyrst að því að vinna Lengjudeildina. Tindastóll á eftir að mæta Haukum á heimavelli, ÍA á útivelli og Völsungi á heimavelli. „Við erum alveg byrjaðar að hugsa um næsta tímabil, auðvitað hugsar maður aðeins lengra. En næsta markmið er að klára deildina og vinna hana,“ sagði Bryndís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Hún var ekki lítið ánægð, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið í gær. Og ekki að ástæðulausu enda tryggði Tindastóll sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna með 0-4 sigri á Völsungi á Húsavík á miðvikudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Sauðárkrókur eignast lið í efstu deild í fótbolta. „Tilfinningin var ólýsanleg enda stóru markmiði loksins náð. Maður er enn að reyna ná sér niður á jörðina og trúir þessu varla,“ sagði Bryndís. Súrt í fyrra en stefndu strax upp Hún segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að komast upp í Pepsi Max-deildina í sumar. Í fyrra var Tindastóll, sem þá var nýliði í Inkasso-deildinni, aðeins tveimur stigum frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina. Í sumar kom svo aldrei neitt annað til greina en að klára dæmið. „Strax eftir tímabilið í fyrra ræddum við um að við ætluðum okkur meira sem hópur. Þetta var frekar súrt í fyrra. En það er virkilega gaman að vera í þessari stöðu núna, að vera búnar að tryggja þetta,“ sagði Bryndís. Tindastóll er með sjö stiga forskot á Keflavík á toppi Lengjudeildarinnar. Stólarnir hafa unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. „Við vitum alveg hvað við höfum í kjarnanum og ætluðum okkur meira en í fyrra. Hópurinn er mjög samstíga og við erum búnar að standa okkur ótrúlega vel finnst mér,“ sagði Bryndís. Amber Michel hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Á síðasta tímabili var oft mikið fjör og mikið skorað í leikjum Tindastóls eins og markatalan 48-34 gaf til kynna. Varnarleikur Stólanna hefur verið miklu sterkari í ár en í fyrra og þeir aðeins fengið á sig fimm mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni. Höfum varist mjög vel „Við bættum okkar mikið í varnarleiknum og það var rosalega stórt markmið að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Það markmið náðist. Maður setur sér alltaf lítil markmið inni í stóra markmiðinu. Við höfum varist mjög vel sem lið,“ sagði Bryndís en Tindastóll hefur haldið hreinu í síðustu sex leikjum sínum sem allir hafa unnist. Í leikmannahópi Tindastóls eru margar heimastelpur, nokkrir leikmenn frá Akureyri og þrír erlendir leikmenn, Amber Michel, Jacqueline Altschuld og markadrottningin Murielle Tiernan sem er á sínu þriðja tímabili hjá Tindastóli. Mögnuð Murielle Tiernan, sem er 26 ára bandarískur framherji, byrjaði að spila með Tindastóli í 2. deildinni 2018. Hún skoraði þá 24 mörk í fjórtán deildarleikjum og var markahæst í deildinni. Hún skoraði einnig 24 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra og var markadrottning hennar. Og í sumar er Tiernan búin að skora 22 mörk í fimmtán leikjum og hefur skorað helmingi fleiri mörk en næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Alls hefur Tiernan skorað 70 mörk í 46 deildarleikjum á Íslandi. „Hún er rosalega góð og lykilmaður í okkar liði. Þetta er algjör markamaskína og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig góða. Hún er eiginlega óstöðvandi,“ sagði Bryndís sem hefur ekki trú á neinu öðru en að Tiernan láti til sín taka í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Murielle Tiernan er langmarkahæst í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson „Já, eins og hún gerði þegar við fórum úr 2. deildinni var fólk að spá í hvernig hún yrði í 1. deildinni. Hún sannaði sig strax þar og ég held hún geri nákvæmlega það sama í Pepsi Max-deildinni.“ Tindastólshjartað er stórt Bryndís hefur leikið með Tindastóli allan sinn feril. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2011, þá á sextánda aldursári. Bryndís segir að það hafi í raun aldrei komið til greina að fara frá Tindastóli, jafnvel þótt misvel hafi gengið hjá liðinu. „Mér hafa ekki boðist mörg tækifæri til þess. En Tindastólshjartað er frekar stórt í mér og með þetta markmið í huga í haust var aldrei neitt annað í stöðunni en að klára það,“ sagði Bryndís sem hefur lengi stefnt að því að spila með Tindastóli í efstu deild. „Það eru mörg ár síðan ég setti mér þetta markmið. Þetta er draumur sem er að rætast og ég er enn að átta mig á þessu,“ bætti Bryndís við. Tindastóll hefur unnið sex leiki í röð án þess að fá á sig mark.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Sauðárkrókur hefur í gegnum tíðina verið þekktari sem körfuboltabær en fótboltabær. Bryndís segir þó að stuðningurinn við fótboltann á Króknum sé góður. „Mér finnst samfélagið styðja virkilega vel við bakið á okkur. Ég held að fólk sé virkilega ánægt með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og erum rosalega þakklátar fyrir hann. Það eru margir sem koma á völlinn sama hvernig veðrið er,“ sagði Bryndís. Sögulegt afrek Hún kveðst mjög stolt af því að hafa komið Tindastóli almennilega á íslenska fótboltakortið. „Þetta er sögulegt afrek sem við höfum náð og maður er enn að reyna að átta sig á því að þetta sé raunverulegt. Eins og fyrir mig. Það eru örugglega þrjú ár síðan ég ræddi um að komast upp í Pepsi Max-deildina,“ sagði Bryndís en uppgangur Tindastóls undanfarin ár hefur verið hraður. Eftir að hafa endað í 10. og neðsta sæti 1. deildar 2017 vann Tindastóll 2. deildina ári seinna. Í fyrra var liðið svo hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina, eins og áður sagði, en náði stóra markmiðinu í ár. Sumarið 2021 keppir Tindastóll því við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni. Stólarnir ætla sér að vinna Lengjudeildina.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Stólarnir hlakka til að spila í efstu deild en stefna fyrst að því að vinna Lengjudeildina. Tindastóll á eftir að mæta Haukum á heimavelli, ÍA á útivelli og Völsungi á heimavelli. „Við erum alveg byrjaðar að hugsa um næsta tímabil, auðvitað hugsar maður aðeins lengra. En næsta markmið er að klára deildina og vinna hana,“ sagði Bryndís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira