Uncle Ben‘s breytir um nafn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 07:56 Íslendingar þekkja Uncle Ben's-hrísgrjónin vel en nú munu þau heita Ben's Original. Chesnot/Getty Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona. Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona.
Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira