Fyrsta „hjólatyllan“ sett upp í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 23:19 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, fagnar nýjunginni í borginni. Mynd/Reykjavíkurborg Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns. Að því er fram kemur í tilkynningu á vef borgarinnar hafa þessir standar almennt þann tilgang að „auka við þægindi hjólreiðamanna þegar þeir stoppa á rauðu ljósi við gatnamót.“ Hjólareiðafólk hafi hingað til þurft að styðja sig við staura eða stíga af hjólum en nú geti það sett fót á stand meðan beðið er. Unnið er að því að koma upp alls sex hjólabiðstöndum við ljósastýrð hjólagatnamót í Reykjavík, það er við gatnamót Laugavegar og Nóatúns, á tveimur stöðum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar og Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, og á gatnamótum Engjavegar og Suðurlandsbrautar. „Það er mjög þægilegt að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er," er haft eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í tilkynningu á vef borgarinnar. „Margt smátt gerir eitt stórt og við stefnum ótrauð að því að bæta þjónustu fyrir hjólandi vegfarendur til framtíðar," er ennfremur haft eftir henni í tilkynningunni. Hjólabiðstandarnir eru framleiddir og hannaðir af íslenska fyrirtækinu KRUMMA EHF. Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns. Að því er fram kemur í tilkynningu á vef borgarinnar hafa þessir standar almennt þann tilgang að „auka við þægindi hjólreiðamanna þegar þeir stoppa á rauðu ljósi við gatnamót.“ Hjólareiðafólk hafi hingað til þurft að styðja sig við staura eða stíga af hjólum en nú geti það sett fót á stand meðan beðið er. Unnið er að því að koma upp alls sex hjólabiðstöndum við ljósastýrð hjólagatnamót í Reykjavík, það er við gatnamót Laugavegar og Nóatúns, á tveimur stöðum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar og Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, og á gatnamótum Engjavegar og Suðurlandsbrautar. „Það er mjög þægilegt að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er," er haft eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í tilkynningu á vef borgarinnar. „Margt smátt gerir eitt stórt og við stefnum ótrauð að því að bæta þjónustu fyrir hjólandi vegfarendur til framtíðar," er ennfremur haft eftir henni í tilkynningunni. Hjólabiðstandarnir eru framleiddir og hannaðir af íslenska fyrirtækinu KRUMMA EHF.
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira