Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 14:07 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23