Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 12:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknar með að nú fari að renna upp tími endurskipulagningar fyrirtækja hjá bönkunum. Stöð 2/Sigurjón Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“ Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“
Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54