Gaf aðdáanda óvart giftingarhringinn sinn eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 09:30 Darius Leonard fagnar hér um helgina eftir að hafa náð leikstjórnendafellu á Kirk Cousins há Minnesota Vikings. APMichael Conroy Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur. NFL Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur.
NFL Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira