Gaf aðdáanda óvart giftingarhringinn sinn eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 09:30 Darius Leonard fagnar hér um helgina eftir að hafa náð leikstjórnendafellu á Kirk Cousins há Minnesota Vikings. APMichael Conroy Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Sjá meira
Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Sjá meira