Íslenski boltinn

Hneykslaðist á búningum varamanna Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómerktur leikmaður og Birnir S er.
Ómerktur leikmaður og Birnir S er. vísir/stöð 2 sport

Tómas Ingi Tómasson hreifst mjög af spilamennsku Vals í stórsigrinum á Stjörnunni, 1-5, í Pepsi Max-deild karla í gær. Hann var ekki jafn hrifinn af búningunum sem varamenn Vals voru í.

Þegar mínúta var til leiksloka gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu, tók Aron Bjarnason og Sigurð Egil Lárusson af velli og setti Sigurð Dagsson og Kristófer André Kjeld Cardoso inn á. Þetta var fyrsti leikur beggja í efstu deild.

Það stakk í augu Tómasar Inga að Kristófer var í ómerktum búningi og Sigurður í búningi merktum Birni Snæ Ingasyni sem fór frá Val til HK um mitt síðasta sumar. Búið var kroppa S-ið og hálft Æ-ið af nafninu aftan af treyjunni.

„Þarna fer bara glansinn af þessum leik hjá Val,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. 

„Þeir eru fagmannlegir í næstum því öllu sem þeir gera en þarna kemur maður inn á númeralaus. Og þarna er búið að reyna að plokka Birnir Snær af bakinu en þeir náðu ekki að plokka fleiri stafi. Þetta er algjörlega ömurlegt. En við skulum samt ekki taka þennan flotta sigur af þeim. Þeir þurfa að bæta búningamálin, það er næsta skref.“

Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir mæta liðinu í 2. sæti, FH-ingum, í stórleik í Kaplakrika á fimmtudaginn.

Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Búningar varamanna Vals

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×