„Hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 17:45 Anthony Davis fagnar sigurkörfunni sinni í nótt. AP/Mark J. Terrill Anthony Davis setti niður skuggalegt skot í nótt um leið og leiktíminn rann út og tryggði með því Los Angeles Lakers sigur á Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfuboltasérfræðingar kepptust skiljanlega um að hrósa Anthony Davis eftir leikinn og einn þeirra benti á það að þetta hafi verið skotið sem gæti breytt öllu fyrir Anthony Davis. Anthony Davis var í úrvalsliði NBA deildarinnar á þessu tímabili en hefur oftar en ekki verið í skugganum á LeBron James. Þegar á reyndi í leiknum í gær var það hins vegar Anthony Davis sem setti niður öll stóru skotin fyrir Lakers-liðið. Davis endaði leikinn með 31 stig. Chris Broussard ræddi sína sýn á skotið í þættinum First Things First eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube „Ég elskaði það að hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant. Líkamstjáninginn hans leit mjög vel út og hann leit allan tímann út fyrir það að vera að fara að setja þetta skot niður,“ sagði Chris Broussard. „Ég elskaði það líka að hann skaut yfir Jokic sem var að spila frábæra vörn. Þetta var góður varnarleikur en bara enn betri sóknarleikur,“ sagði Chris Broussard og nefndi það líka að Davis kom þarna sterkur til baka eftir að Nikola Jokić hafði skorað auðveldlega yfir hann tuttugu sekúndum fyrr. „Ég lít svo á að ef Lakers fer alla leið og vinnur titilinn, sem ég býst við því að þeir geri, að við munum horfa til baka á þetta skot sem skotið þar sem Anthony Davis kom fram sem súperstjarna. Í mínum augum fór hann þarna úr því að vera mjög góður leikmaður í dag í að verða mjög góður leikmaður í sögu NBA-deildarinnar,“ sagði Chris Broussard. „Stóra spurningin hjá mér var um það hvort AD tæki að sér það hlutverk að vera maðurinn sem litið leitaði til í fjórða leikhluta. Ég sá það ekki í deildarkeppninni en hann hefur verið sá maður í úrslitakeppninni,“ sagði Broussard eins og sjá má hér fyrir ofan. Skotið er hér fyrir neðan. AD cuts. Rondo finds. AD pulls. @Lakers win.#TissotBuzzerBeater#ThisIsYourTime#PhantomCam Game 3 Tuesday, 9 PM ET, TNT pic.twitter.com/4GBaxeVBvP— NBA (@NBA) September 21, 2020 NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Anthony Davis setti niður skuggalegt skot í nótt um leið og leiktíminn rann út og tryggði með því Los Angeles Lakers sigur á Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfuboltasérfræðingar kepptust skiljanlega um að hrósa Anthony Davis eftir leikinn og einn þeirra benti á það að þetta hafi verið skotið sem gæti breytt öllu fyrir Anthony Davis. Anthony Davis var í úrvalsliði NBA deildarinnar á þessu tímabili en hefur oftar en ekki verið í skugganum á LeBron James. Þegar á reyndi í leiknum í gær var það hins vegar Anthony Davis sem setti niður öll stóru skotin fyrir Lakers-liðið. Davis endaði leikinn með 31 stig. Chris Broussard ræddi sína sýn á skotið í þættinum First Things First eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube „Ég elskaði það að hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant. Líkamstjáninginn hans leit mjög vel út og hann leit allan tímann út fyrir það að vera að fara að setja þetta skot niður,“ sagði Chris Broussard. „Ég elskaði það líka að hann skaut yfir Jokic sem var að spila frábæra vörn. Þetta var góður varnarleikur en bara enn betri sóknarleikur,“ sagði Chris Broussard og nefndi það líka að Davis kom þarna sterkur til baka eftir að Nikola Jokić hafði skorað auðveldlega yfir hann tuttugu sekúndum fyrr. „Ég lít svo á að ef Lakers fer alla leið og vinnur titilinn, sem ég býst við því að þeir geri, að við munum horfa til baka á þetta skot sem skotið þar sem Anthony Davis kom fram sem súperstjarna. Í mínum augum fór hann þarna úr því að vera mjög góður leikmaður í dag í að verða mjög góður leikmaður í sögu NBA-deildarinnar,“ sagði Chris Broussard. „Stóra spurningin hjá mér var um það hvort AD tæki að sér það hlutverk að vera maðurinn sem litið leitaði til í fjórða leikhluta. Ég sá það ekki í deildarkeppninni en hann hefur verið sá maður í úrslitakeppninni,“ sagði Broussard eins og sjá má hér fyrir ofan. Skotið er hér fyrir neðan. AD cuts. Rondo finds. AD pulls. @Lakers win.#TissotBuzzerBeater#ThisIsYourTime#PhantomCam Game 3 Tuesday, 9 PM ET, TNT pic.twitter.com/4GBaxeVBvP— NBA (@NBA) September 21, 2020
NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira