Innlent

Leik­skóla í Garða­bæ lokað eftir smit hjá starfs­manni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsmenn tveggja leikskóla í Garðabæ hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum.
Starfsmenn tveggja leikskóla í Garðabæ hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum. Vísir/vilhelm

Leikskólanum Ökrum í Garðabæ hefur verið lokað eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk skólans þarf að fara í sóttkví vegna smitsins. Þá þurfti að loka deild á leikskólanum Ásum í Garðabæ eftir að starfsmaður þar smitaðist.

Þetta staðfestir Hulda Hauksdóttir upplýsingafulltrúi Garðabæjar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Hvorki börn né foreldrar á leikskólunum þurfa að fara í sóttkví.

Hulda vissi ekki til þess þegar Vísir náði tali af henni í morgun að kórónuveiran hefði haft áhrif á starfsemi fleiri stofnana á vegum bæjarins.

Kórónuveiran hefur greinst meðal starfsmanna og nemenda í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur til dæmis verið greint frá smituðum í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Hvassaleitisskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×