Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. september 2020 09:05 Elon Musk bættist á dögunum við þann hóp forstjóra stórfyrirtækja sem velta fyrir sér hversu mikið gagn er af háskólagráðu fyrir atvinnulífið. Vísir/Getty Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars. Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum þegar Elon Musk sagði í ræðu á ráðstefnunni Satellite 2020 að háskólagráða væri engin ávísun á betri starfsframa. Sagði Musk háskólanám tilvísun í skemmtilegan tíma frekar en þörf fyrir atvinnulífið, enda væri háskólamenntun engin trygging fyrir vinnuveitendur um hæfni eða getu starfsfólks. Í ræðu sinni benti Musk á að bæði Bill Gates og stofnandi Oracle, Larry Ellison, hefðu báðir hætt í háskóla á sínum tíma. Með þessu bættist Musk við hóp fleirri forstjóra stórfyrirtækja sem hafa á síðustu misserum velt fyrir sér raunverulega þörf háskólamenntunar fyrir atvinnulífið. Google og Apple eru dæmi um stórfyrirtæki sem ekki krefjast háskólamenntunar við ráðningu í störf. Hjá Apple eru til dæmis aðeins um helmingur starfsfólks með háskólagráðu. Þetta segir Tim Cook, forstjóri Apple, einfaldlega skýrast af því að fólk með háskólamenntun er ekkert endilega betur til þess fallið að leysa úr þeim verkefnum sem fyrirtækið er að vinna að. Forstjóri Siemens, Barbara Humptons, hefur haft uppi svipaðar vangaveltur. Segir hún of algengt að verið sé að krefjast háskólamenntunar í starfslýsingu, án þess að háskólagráða nýtist starfinu að nokkru leyti öðru en því að flýta fyrir úrvinnslu umsókna hjá ráðningaraðilum. Í greiningu sem unnin var af LinkedIn er því haldið fram að þeim fari fjölgandi eftirsóttum vinnustöðum sem ekki fara fram á háskólagráðu þegar ráðið er í störf. „Gjáin“ að myndast? Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi í september hefur verið fjallað um þá gjá, eða þekkingareyðu, sem mögulega er að myndast í atvinnulífinu þar sem tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar eru svo hraðar að starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum. Í nýlegu viðtali sagði Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar svarið við þessu vera símenntun sem vinnustaðir þyrftu að leggja áherslu á og það sem fyrst, þannig að ekki kæmi til skortur á vinnuafli með þá þekkingu sem til þarf. Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ sagði Martha. Í sama streng tók Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu hvatti hún fyrirtæki til að byrja sem fyrst að þjálfa og þróa mannauð sinn í takt við hraðar tækniframfarir. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ sagði Herdís Pála meðal annars.
Tækni Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00