Að halda friðinn? Brynja Huld Óskarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:01 Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar