Að halda friðinn? Brynja Huld Óskarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:01 Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar