Auðvelt að leggja niður íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 20:32 Ómar Helgason bóndi á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem rekið er myndarlegt félagsbú. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira