Auðvelt að leggja niður íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 20:32 Ómar Helgason bóndi á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem rekið er myndarlegt félagsbú. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira