Auðvelt að leggja niður íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 20:32 Ómar Helgason bóndi á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem rekið er myndarlegt félagsbú. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ómar Helgason, bóndi í Rangárvallasýslu segir mjög auðvelt að leggja íslenskan landbúnað niður og flytja allar landbúnaðarfurðir til landsins og leysa þannig upp öll störf á Íslandi, sem tengjast landbúnaði. Hann segir mjög erfitt að keppa við innflutning á kjöti. Á bænum Lambhaga á Rangárvöllum er rekið félagsbú af myndarskap þar sem eru kýr, kindu, holdakýr og holdanaut. Nýtt fjós er á bænum. Holdakýrnar sem eru 75 ganga með kálfana sína úti á túni en þeir ganga undir í átta til níu mánuði en þá eru þeir teknir á hús og aldir þar til þeim er slátrað. Ómar segir að staðan á kjötmarkaðnum sé erfið, verðin lækki og lækki á sama tíma og innflutningur eykst og eykst. „Það er hægt að flytja inn kjöt og borga einhvern smá toll og bjóða íslenska framleiðslu niður og í rauninni að leggja niður störf á Íslandi því að það er nú bara þannig að við getum flutt allt inn og leyst öll störf upp á Íslandi ef við viljum því það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum, þetta á við iðnað og öll vinnandi verk því þau eru alls staðar ódýrari en á Íslandi,“ segir Ómar. Ómar segir ómögulegt að keppa við innflutning. „Já, ég held að stjórnvöld verði nú bara að hugsa það að landbúnaður á Íslandi á ekki að snúast um bændur, þetta snýst um störf í þéttbýli. Það eru þúsundir manna, sem hafa störf að landbúnaði, bændur eru tiltölulega fáir, við höldum landinu í byggð og erum verðir þess. Um 75 holdakýr eru m.a. á bænum þar sem kálfarnir ganga undir þeim þar til þeir eru teknir inn í hús og aldir upp í sláturstærð.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ómar segist furða sig á því að það sé ekki tilgreint á veitingastöðum hvort kjötið er íslenskt eða innflutt, neytendur hljóti að eiga rétt á því. „Já, það er dálítið sérstakt að við bændur þurfum að uppfylla fullt af skylirðum varðandi framleiðslu á kjöti, sem eru mjög góð að ég tel en svo eru veitingastaðir og aðrir sem geta selt kjöt án þess að tilgreina hvaðan það kemur. Við þurfum að gæta vel að merkingum þannig að fólk viti hvað það er að kaupa eins og á veitingastöðum og stórum mötuneytum, fólk veit ekkert hvað það er að borða, það borðar bara það sem er á disknum af því að það er vel upp alið, spyr ekki hvaðan það er er. Mér finnst að það eigi að vera réttur neytandans að vita hvaðan varan er, sem þú leggur þér til munns,“ segir Ómar.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira