Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:05 Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira