Ítalska úrvalsdeildin hófst í gær með tveimur leikjum. Fyrsti leikur dagsins í dag var hinsvegar viðureign Parma og Napoli, þar sem Napoli fór með 0-2 sigur af hólmi.
Það var markalaust í fyrri hálfleik en Dries Mertens kom Napoli yfir á 63. mínútu. Ítalski landsliðsframherjinn Lorenzo Insigne tryggði síðan sigurinn með marki á 77. mínútu. Góð byrjun á tímabilinu hjá Napoli, en liðið olli vonbrigðum í fyrra og endaði í 7. sæti.
Næsti leikurinn í ítölsku deildinni í dag hefst síðan núna kl. 13:00, þar sem Genoa og Crotone mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Leikur Juventus og Sampdoria verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport 3 kl. 18:45 í kvöld.