Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“ Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 22:30 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51