Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. september 2020 18:55 Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans. Vísir/Egill Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37
Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30