Menning

Höfundur Forrest Gump fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Í kjölfar kvikmyndarinnar um Forrest Gump gaf Groom út framhaldssögu, Gump & Co, árið 1995.
Í kjölfar kvikmyndarinnar um Forrest Gump gaf Groom út framhaldssögu, Gump & Co, árið 1995. AP

Bandaríski rithöfundurinn Winston Groom er látinn, 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína um Forrest Gump sem síðar var gerð að kvikmynd þar sem Tom Hanks fór með titilhlutverkið.

Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, staðfesti fréttirnar um andlát Groom. „Þó að hans verði minnst fyrir að skapa Forrest Gump þá var Winston Groom hæfileikaríkur blaðamaður og þekktur ritari sögu Bandaríkjanna.“

Groom útskrifaðist frá Háskólanum í Alabama árið 1965 og gekk svo í herinn þar sem hann var meðal annars sendur á vígstöðvarnar í Víetnam.

Kvikmyndin um Forrest Gump kom út árið 1994 og vann til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd og besta leikara í aðalhlutverki.

Í kjölfar kvikmyndarinnar gaf Groom út framhaldssögu, Gump & Co, árið 1995.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.