Giftist manninum sem hún hjálpaði úr fangelsi og fórnaði körfuboltanum fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 11:00 Maya Moore gerði frábæra hluti með liði Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Getty/Jerry Holt/ Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst. NBA Bandaríkin Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst.
NBA Bandaríkin Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira