Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 10:30 Færeysku landsliðsmennirnir Jóannes Bjartalíð, Gilli Rólantsson, Sölvi Vatnhamar og Viljormur Davidsen fyrir leik í undankeppni EM. Getty/Linnea Rhebor Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag. Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag.
Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira