Tveir nemendur við HR smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2020 16:46 Á fjórða þúsund hafa stundað nám við HR árlega undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24