Varð fyrir líkamsárás út frá vinnunni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 07:00 Stefán Octavian mætti í Harmageddon í vikunni. Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í vikunni. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Ekki eru aðeins konur á Only Fans en einnig eru karlmenn á síðunni og einn af þeim er Stefán Octavian klámmyndaleikari. „Þetta er í raun eins og venjulegur samfélagsmiðill en þarna getur þú læst myndunum þínum eða myndböndunum og eingöngu áskrifendur geta séð það,“ segir Stefán í samtali við þá Frosta og Mána í Harmageddon í vikunni. Borga mína skatta erlendis „Hjá mér er hægt að vera áskrifandi í mánuð, þrjá mánuði eða sex mánuði. Mánuðurinn kostar rúmlega tólf dollara. Ég bíð eingöngu upp á erótík. Ég er bæði með nektarmyndir og nektarmyndbönd. Þá erum við að tala um heimatilbúin klámmyndbönd. Þarna sést allt og ekkert verið að spara neitt. Í þessum geira snýst allt um að vera heiðarlegur við viðskiptavinina. Það er rosalega auðvelt fyrir viðskiptavininn að fá endurgreiðslu ef hann er ekki sáttur eða fær ekki að sjá það sem auglýst er.“ Stefán segir að einnig sé hægt að kaupa eitt og eitt myndband á síðunni. „Þarna er enginn yfirmaður þinn nema þú sjálfur og eina sem þú þarft að gæta þín á er að ef þú ert að búa til x mikinn pening þá þarftu auðvitað að borga skatt af því. Ég greiði skatt erlendis, ekki hér heima.“ Stefán segist vera ánægður með þessar tuttugu íslensku konur og hvetur þær áfram. „Þetta er ekkert lengur eitthvað tabú. Vissulega getur margt farið úrskeiðis í þessum bransa. Fólk byrjar í neyslu og fer í rugl eða ekki. Þetta gefur fólki valmöguleika að geta stjórnað sér sjálf.“ Í viðtalinu fer Stefán einnig yfir það að hann starfar sem fylgdarmaður. Hann bíður ekki upp á þá þjónustu hér á landi. Langaði að deyja Eins og áður segir hefur Stígamót miklar áhyggjur af þessari þróun. „Upp að ákveðnu leyti getur þetta haft skaðleg áhrif og ég tala af eigin reynslu þegar kemur að því. En það er algjörlega mín ákvörðunartaka að fara inn í þennan geira. Það er ég sem þarf að takast á við þá hluti sem geta komið upp. Þegar ég byrjaði var ég tekinn nokkrum sinnum á fundi af yfirmönnum sem útskýrðu fyrir mér að þessi hlutir yrðu alltaf til á netinu og útskýrðu fyrir mér hvernig þetta virkar.“ Hann segist hafa verið rosalega þunglyndur á tímabili en sé í dag búinn að byggja sig upp. „Mín æska var kannski ekki upp á tíu og það spilaði svolítið inn í af hverju ég fór inn í þetta á sínum tíma. Ég fór inn í þetta fyrst því ég ætlaði að sýna fólki að ég væri með sjálfstraust og sjálfsöryggi. Núna líður mér vel með þetta og skammast mín ekki fyrir neitt. Þannig er staðan í dag en ef við skoðum síðustu sex mánuði, fyrir fjórum mánuðum leið mér svo illa að mig langaði hreinlega til þess að deyja. Þá varð ég fyrir áreiti úti í útlöndum sem var líkamsárás út frá vinnunni. Það var í fyrsta skipti og um leið og ég fór að vinna í því og hitta sérfræðinga, þá blómstraði ég og ég hef aldrei verið eins öruggur með sjálfan mig,“ segir Stefán og hefur hann því ákveðin skilning á áhyggjum Stígamóta. Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í vikunni. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Ekki eru aðeins konur á Only Fans en einnig eru karlmenn á síðunni og einn af þeim er Stefán Octavian klámmyndaleikari. „Þetta er í raun eins og venjulegur samfélagsmiðill en þarna getur þú læst myndunum þínum eða myndböndunum og eingöngu áskrifendur geta séð það,“ segir Stefán í samtali við þá Frosta og Mána í Harmageddon í vikunni. Borga mína skatta erlendis „Hjá mér er hægt að vera áskrifandi í mánuð, þrjá mánuði eða sex mánuði. Mánuðurinn kostar rúmlega tólf dollara. Ég bíð eingöngu upp á erótík. Ég er bæði með nektarmyndir og nektarmyndbönd. Þá erum við að tala um heimatilbúin klámmyndbönd. Þarna sést allt og ekkert verið að spara neitt. Í þessum geira snýst allt um að vera heiðarlegur við viðskiptavinina. Það er rosalega auðvelt fyrir viðskiptavininn að fá endurgreiðslu ef hann er ekki sáttur eða fær ekki að sjá það sem auglýst er.“ Stefán segir að einnig sé hægt að kaupa eitt og eitt myndband á síðunni. „Þarna er enginn yfirmaður þinn nema þú sjálfur og eina sem þú þarft að gæta þín á er að ef þú ert að búa til x mikinn pening þá þarftu auðvitað að borga skatt af því. Ég greiði skatt erlendis, ekki hér heima.“ Stefán segist vera ánægður með þessar tuttugu íslensku konur og hvetur þær áfram. „Þetta er ekkert lengur eitthvað tabú. Vissulega getur margt farið úrskeiðis í þessum bransa. Fólk byrjar í neyslu og fer í rugl eða ekki. Þetta gefur fólki valmöguleika að geta stjórnað sér sjálf.“ Í viðtalinu fer Stefán einnig yfir það að hann starfar sem fylgdarmaður. Hann bíður ekki upp á þá þjónustu hér á landi. Langaði að deyja Eins og áður segir hefur Stígamót miklar áhyggjur af þessari þróun. „Upp að ákveðnu leyti getur þetta haft skaðleg áhrif og ég tala af eigin reynslu þegar kemur að því. En það er algjörlega mín ákvörðunartaka að fara inn í þennan geira. Það er ég sem þarf að takast á við þá hluti sem geta komið upp. Þegar ég byrjaði var ég tekinn nokkrum sinnum á fundi af yfirmönnum sem útskýrðu fyrir mér að þessi hlutir yrðu alltaf til á netinu og útskýrðu fyrir mér hvernig þetta virkar.“ Hann segist hafa verið rosalega þunglyndur á tímabili en sé í dag búinn að byggja sig upp. „Mín æska var kannski ekki upp á tíu og það spilaði svolítið inn í af hverju ég fór inn í þetta á sínum tíma. Ég fór inn í þetta fyrst því ég ætlaði að sýna fólki að ég væri með sjálfstraust og sjálfsöryggi. Núna líður mér vel með þetta og skammast mín ekki fyrir neitt. Þannig er staðan í dag en ef við skoðum síðustu sex mánuði, fyrir fjórum mánuðum leið mér svo illa að mig langaði hreinlega til þess að deyja. Þá varð ég fyrir áreiti úti í útlöndum sem var líkamsárás út frá vinnunni. Það var í fyrsta skipti og um leið og ég fór að vinna í því og hitta sérfræðinga, þá blómstraði ég og ég hef aldrei verið eins öruggur með sjálfan mig,“ segir Stefán og hefur hann því ákveðin skilning á áhyggjum Stígamóta.
Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira