Innlent

Annar snarpur skjálfti fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upptök skjálftans voru um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík.
Upptök skjálftans voru um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík. Vísir/Vilhelm

Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4 að stærð en fyrr í dag varð skjálfti með upptök á sama svæði sem var 4,6 að stærð.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um gosóróa á svæðinu. Það megi hins vegar búast áfram við skjálftum á milli tveir og þrír að stærð og eitthvað upp úr.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum undanfarna mánuði. Bjarki segir virknina vera að færast nær Húsavík.

„Hún er búin að vera norðvestur af Gjögurtá lengi, Siglufirði og því svæði. Svo er hún búin að færast nær Flatey en hefur legið að mestu leyti fyrir vestan Flatey. Núna er hún búin að stökkva yfir austan megin við Flatey og 20 kílómetra norðvestur af Húsavík,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×