Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi Sóley Tómasdóttir skrifar 15. september 2020 12:45 Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar