Apple kynnir ný tæki og tól Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 12:43 Kynningin hefst klukkan fimm í dag. AP/Mary Altaffer Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Apple Tækni Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Apple Tækni Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira