Tíu ára barátta Brian Laudrup endaði á jákvæðan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 15:00 Bræðurnir Michael Laudrup og Brian Laudrup eru tveir af fremstu knattspyrnumönnum Dana frá upphafi. Getty/Barry Brecheisen Brian Laudrup, Evrópumeistari með danska fótboltalandsliðinu fyrir 28 árum síðar, fékk frábærar fréttir á dögunum. Brian Laudrup sem er orðinn 51 árs gamall, hefur verið að glíma við krabbamein í heilan áratug. Hann tilkynnti það 7. september 2010 að hann hefði greinst. Nú hefur kappinn fengið þær gleðifréttir að hann sé alveg laus við krabbameinið en þetta kom fram í nýjustu skoðun. Brian Laudrup greindist með krabbamein í eitlum fyrir þessum tíu árum síðan. Former Rangers player Brian Laudrup is given the all clear after 10 years of cancer treatment.https://t.co/GTGgXJr3Th pic.twitter.com/VONMzIHUod— BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) September 15, 2020 „Í dag eftir tíu ár af meðferð og skoðunum þá fékk ég loksins grænt ljós á það að ég væri laus við eitlakrabbameinið,“ skrifaði Brian Laudrup á Instagram. „Miklar þakkir til þessa yndislega og stórkostlega starfsfólks á Rigshospitalet,“ skrifaði Brian Laudrup. Brian Laudrup spilaði meðal annars með Bayern München, AC Milan, Rangers og Chelsea á sínum ferli og endaði hann með Ajax tímabilið 1999 til 2000. Brian Laudrup skoraði 21 mark í 82 landsleikjum fyrir Danmörku á árunum 1987 til 1998. Hann var frábær með Evrópumeistaraliði Dana á EM 1992 en hann kom sterkur inn þegar eldri og frægari bróðir hans, Michael Laudrup, gaf ekki kost á sér. Laudrup náði því líka að verða danskur meistari með Bröndby, ítalskur meistari með AC Milan og skoskur meistari með Rangers. Fótbolti Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Brian Laudrup, Evrópumeistari með danska fótboltalandsliðinu fyrir 28 árum síðar, fékk frábærar fréttir á dögunum. Brian Laudrup sem er orðinn 51 árs gamall, hefur verið að glíma við krabbamein í heilan áratug. Hann tilkynnti það 7. september 2010 að hann hefði greinst. Nú hefur kappinn fengið þær gleðifréttir að hann sé alveg laus við krabbameinið en þetta kom fram í nýjustu skoðun. Brian Laudrup greindist með krabbamein í eitlum fyrir þessum tíu árum síðan. Former Rangers player Brian Laudrup is given the all clear after 10 years of cancer treatment.https://t.co/GTGgXJr3Th pic.twitter.com/VONMzIHUod— BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) September 15, 2020 „Í dag eftir tíu ár af meðferð og skoðunum þá fékk ég loksins grænt ljós á það að ég væri laus við eitlakrabbameinið,“ skrifaði Brian Laudrup á Instagram. „Miklar þakkir til þessa yndislega og stórkostlega starfsfólks á Rigshospitalet,“ skrifaði Brian Laudrup. Brian Laudrup spilaði meðal annars með Bayern München, AC Milan, Rangers og Chelsea á sínum ferli og endaði hann með Ajax tímabilið 1999 til 2000. Brian Laudrup skoraði 21 mark í 82 landsleikjum fyrir Danmörku á árunum 1987 til 1998. Hann var frábær með Evrópumeistaraliði Dana á EM 1992 en hann kom sterkur inn þegar eldri og frægari bróðir hans, Michael Laudrup, gaf ekki kost á sér. Laudrup náði því líka að verða danskur meistari með Bröndby, ítalskur meistari með AC Milan og skoskur meistari með Rangers.
Fótbolti Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira