Var búinn að vera algjör skúrkur allan leikinn en varð svo hetjan í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 11:00 Liðsmenn Tennessee Titans fagna sparkaranum Stephen Gostkowski eftir að hann tryggði liðinu sigurinn. AP/David Zalubowski Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020 NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020
NFL Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira