Innlent

Snarpur skjálfti í Vatnajökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Veðurstofan

Nokkuð öflugur jarðskjálfti sem mældist 3,3 að stærð reið yfir á Lokahrygg í Vatnajökli í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að tveir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Þá segir einnig að skjálftavirkni sé ekki óalgeng á þessu svæði en síðast mældist þar skjálfti yfir þremur stigum í október 2019.

Í gær mældist svo skjálfti af stærð 3,4 norðvestur af Gjögurtá. Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftinn hefði fundist á Dalvík og í Ólafsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×