Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2020 13:53 Heiða, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikla eflingu í vændum hjá Barnahúsi. Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“ Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira