Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:54 Alexei Navalny. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28